Home Fréttir Í fréttum 27.06.2024 Hofsbót 1 og 3 á Akureyri – Sala byggingarréttar

27.06.2024 Hofsbót 1 og 3 á Akureyri – Sala byggingarréttar

72
0
Teikning /mynd: Akureyri.is

Akureyrarbær leitar eftir kauptilboðum í byggingarrétt lóðanna Hofsbót 1 og 3 í miðbæ Akureyrar.

<>

Lóðirnar tvær eru innan deiliskipulags miðbæjar Akureyrar og er á báðum lóðum gert ráð fyrir verslun- og þjónustu á jarðhæð og íbúðum á efri hæðum.

Heimilt er að vera með atvinnustarfsemi á annarri hæð. Gert er ráð fyrir sameiginlegum bílakjallara fyrir Hofsbót 1 og 3 með inn- og útakstri frá Strandgötu og eru lóðirnar tvær því boðnar út sem ein heild.

Lóðastærð og byggingarmagn:

Hofsbót 1: Lóðastærð 2.013,5 m² og heildarbyggingarmagn 6.130,6 m²

Hofsbót 3: Lóðastærð 1.593,3 m² og heildarbyggingarmagn 4.402,1 m²

Samtals eru lóðirnar 3.606,8 m² að stærð með heildarbyggingarmagn upp á 10.532,7 m².

Tilboðum í lóðirnar skal skila rafrænt hér í gegnum útboðsvef Akureyrarbæjar fyrir kl. 12 fimmtudaginn 27. júní 2024 og verða tilboð opnuð í Ráðhúsinu kl. 14 sama dag í viðurvist þeirra umsækjenda sem þess óska.

Vinsamlegast athugið að nauðsynlegt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum þess sem kemur til með að undirrita umsókn fyrir hönd umsækjenda.

Hér má nálgast útboðsgögn fyrir lóðirnar og framhaldinu skila inn tilboði

Hér má nálgast leiðbeiningar um hvernig skila megi inn rafrænu tilboði/umsókn.

Heimild: Akureyri.is