Home Fréttir Í fréttum Fasteignafélagið Reginn heitir nú Heimar

Fasteignafélagið Reginn heitir nú Heimar

54
0
Fasteignafélagið Reginn heitir nú Heimar. Eggert Jóhannesson

Fast­eigna­fé­lagið Reg­inn heit­ir nú Heim­ar, en nafna­breyt­ing­in var samþykkt á hlut­hafa­fundi í dag.

<>

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Heim­um.

Ekki er um að ræða nýtt fé­lag, Heim­ar halda sömu kenni­tölu og Reg­inn áður.

Haft er eft­ir Hall­dóri Benja­mín Þor­bergs­syni, for­stjóra Heima, að nafnið átti að vera ramm­ís­lenskt og kall­ast á við stefnu og framtíðar­sýn Heima, að byggja upp öfl­uga nýja kjarna.

Að sögn Pét­urs Rún­ars Heim­is­son­ar, markaðs- og sam­skipta­stjóra Heima, fannst Heim­um tíma­bært að skilja sig með af­ger­andi hætti frá sam­keppn­inni, með ferskri ásýnd, nýju heiti og ímynd sem sé í takt við þann góða anda og fram­kvæmdagleði sem ríki hjá fyr­ir­tæk­inu.

Heimild: Mbl.is