Home Fréttir Í fréttum Mikill áhugi á atvinnuuppbyggingu á Hólmsheiði

Mikill áhugi á atvinnuuppbyggingu á Hólmsheiði

133
0
Vonast er eftir að framkvæmdir geti hafist næsta sumar á Hólmsheiði. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

„Hólms­heiði er til­greint í aðal­skipu­lag­inu sem eitt af at­hafna­svæðum okk­ar og við höf­um reynt að koma því af stað í dá­lít­inn tíma,“ seg­ir Óli Örn Ei­ríks­son, teym­is­stjóri at­vinnu- og borg­arþró­un­ar hjá Reykja­vík­ur­borg, í sam­tali við mbl.is

<>

„Það hef­ur verið flókið vegna þess að svæðið er í grennd við vatns­vernd­ar­svæði borg­ar­inn­ar,“ seg­ir Óli. Yf­ir­grips­mikla rann­sókn­ir hafa staðið yfir til að tryggja að upp­bygg­ing hefði ekki neina hættu í för með sér.

Reykja­vík­ur­borg hélt kynn­ing­ar­fund í síðustu viku þar sem Óli Örn fór yfir nokk­ur at­hafna­svæði sem eru í þróun inn­an borg­ar­mark­anna.

Óvenju­leg aðferðafræði

„Í fyrra aug­lýst­um við svo eft­ir áhuga­söm­um fyr­ir­tækj­um til að flytja starf­semi sína á Hólms­heiði og það voru 66 aðilar sem svöruðu aug­lýs­ing­unni sem sýndu mjög mik­inn áhuga,“ seg­ir Óli.

Borg­in hafi svo valið sex fyr­ir­tæki til að koma með í fyrsta áfang­ann til þess að búa til deili­skipu­lag sem pass­ar við þeirra hug­mynd­ir. „Svo þau geti hannað sína starf­semi inn í fyrstu lóðirn­ar þannig fyrstu ábú­end­urn­ir myndu byggj­ast hratt,“ seg­ir Óli.

Það sem ger­ist oft við gerð deili­skipu­lags er að þegar fyr­ir­tæki kaupa lóðir þarf að breyta skipu­lag­inu svo það passi við starf­semi fyr­ir­tækj­anna sem koma á lóðirn­ar.

Óli seg­ir þetta óvenju­lega aðferðafræði en að það skili sér von­andi í flott­ari og hraðari upp­bygg­ingu. Aðspurður seg­ir hann að fleiri fyr­ir­tæki komi svo síðar á svæðið á eft­ir þess­um fyr­ir­tækj­um.

„Þessi [fyr­ir­tæki] sem við höf­um talað við eru sum að skoða að vera með vöru­hús og lag­era,“ seg­ir Óli.

Aug­lýsa lóðir von­andi í sum­ar

„Áhug­inn er klár­lega til staðar,“ seg­ir Óli. Aðspurður seg­ir hann áhug­ann lík­leg­ast skýr­ast af því að þétt­ing­ar­reit­um fari fækk­andi og að lóðar­haf­ar séu í aukn­um mæli að breyta at­vinnu­lóðum í íbúðarlóðum sem leiði til þess að pláss­frek­ari fyr­ir­tæki leita á jaðar byggðar­inn­ar.

„Við erum að von­ast til þess að aug­lýsa skipu­lagið til kynn­ing­ar í sum­ar og gæti verið samþykkt á þessu ári og þá gætu fram­kvæmd­ir við gatna­gerð verið næsta sum­ar,“ seg­ir Óli. Þá geti fyr­ir­tæki von­andi í kjöl­farið á því hafið gróf­vinnu.

Óli nefn­ir einnig að marg­ar bygg­ing­ar­hæf­ar lóðir séu á þétt­ing­ar­svæðum í borg­inni.

„Ég sé mikið af um­sókn­um um breyt­ing­ar á lóðum á Háls­un­um,“ seg­ir Óli. Nefn­ir hann sem dæmi um að viðbygg­ing við hús­næði Öss­urs var reist á síðustu miss­er­um. Jafn­framt hafi Ölgerðin stækkað bygg­ingu sína.

„Svo eru nokkuð stór­ar lóðir þarna sem eru lítið nýtt­ar,“ seg­ir Óli. Nefn­ir hann að lít­il fram­leiðsla fari fram í bygg­ingu Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar á Háls­un­um.

At­vinnu­hús­næði munu rísa á allra næstu árum á Bú­staðavegi við Sprengisand. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

„Lóðirn­ar norður af Sprengisandi eru þrjár og við seld­um þær fyr­ir nokkr­um árum síðar,“ seg­ir Óli. Lóðirn­ar eru meðal þeirra sem eru nefnd­ar í kynn­ingu Reykja­vík­ur­borg­ar sem svig­rúm er til upp­bygg­ing­ar at­vinnu­starf­semi.

„Veit­ur þurfti svo að fara í mikl­ar innviðabreyt­ing­ar á lögn­um en þeim er lokið og lóðirn­ar eru bygg­ing­ar­hæf­ar,“ seg­ir Óli. Raf­kaup hafi keypt eina lóð og Slipp­fé­lagið hinar tvær lóðirn­ar.

„Við erum búin að út­hluta þeim og þær eru skipu­lagðar fyr­ir at­vinnu­hús­næði sem geta verið þrjú til fjög­ur þúsund fer­metra versl­un­ar- og þjón­ustu­hús­næði,“ seg­ir Óli.

„Nú er bara spurn­ing hvenær fyr­ir­tæk­in fara að byggja.“

Heimild: Mbl.is