Home Fréttir Í fréttum Ágúst kaupir Esso-húsið

Ágúst kaupir Esso-húsið

99
0
Ljósmynd: Aðsend mynd

Ágúst Guðmundsson, meðstofnandi Bakkavarar, keypti Esso-húsið að Suðurlandsbraut 18 á rúma 1,5 milljarða króna.

<>

Ágúst Guðmundsson, einn stofnenda og aðaleiganda Bakkavarar, festi í síðasta mánuði kaup á fasteigninni að Suðurlandsbraut 18 á 1.470 milljónir króna í apríl í gegnum nýstofnaða félagið SB18 ehf.

Fasteignin, sem er um 3.400 fermetrar að stærð, er í daglegu tali betur þekkt sem Esso-húsið en þar voru höfuðstöðvar Olíufélagsins sem lét reisa húsið árið 1975.

Helsti leigutakinn í húsinu er Kvikmyndaskóli Íslands sem gerði árið 2020 leigusamning til 20 ára. Þegar leigusamningurinn var kynntur kom fram að skólinn myndi taka 70% af eigninni til leigu en stefnt væri að því að allt húsið yrði komið í leigu skólans innan nokkurra ára samhliða vexti alþjóðlegrar deildar við skólann.

Skólinn er í dag með fjórar af fimm hæðum í framhúsi fasteignarinnar og tvær af fjórum hæðum í bakhúsinu.

Heimild: Vb.is