Home Fréttir Í fréttum Bjóða út hönnun borgarlínunnar

Bjóða út hönnun borgarlínunnar

61
0
Teikning sýnir vagninn bruna eftir Suðurlandsbrautinni.

Vega­gerðin hef­ur boðið út hönn­un borg­ar­lín­unn­ar, lotu 1, eft­ir Suður­lands­braut og Lauga­vegi.

<>

Um er að ræða for­hönn­un á ein­um verk­hluta og verk­hönn­un á alls sex verk­hlut­um og eru verk­mörk frá aust­ari enda Suður­lands­braut­ar (Suður­lands­braut 72) að gatna­mót­um Hverf­is­götu og Snorra­braut­ar. Kafl­inn er alls um 3,7 kíló­metr­ar að lengd.

Innifalið í verk­inu er m.a. hönn­un gatna, gatna­móta sem ým­ist eru ljós­a­stýrð eða ekki, stíga, gang­stétta, gróður­svæða, lýs­ing­ar og of­an­vatns­lausna, aðlög­un borg­ar­línu­stöðva að um­hverfi og gerð útboðsgagna. Áætlað vinnu­fram­lag ráðgjafa er 9.400 klukku­stund­ir, að því er fram kem­ur á vef Vega­gerðar­inn­ar.

Val bjóðanda fer fram á grund­velli hæf­is­mats og á grund­velli matsþátta og verðs. Ber bjóðanda að leggja fram til­boð sitt í tveim­ur hlut­um, þ.e. upp­lýs­ing­ar um hæfni bjóðanda og verðtil­boð.

Verk­inu skal að fullu lokið eigi síðar en nóv­em­ber 2025. Skal til­boðum skilað ra­f­rænt í því útboðskerfi fyr­ir kl. 14.00 þriðju­dag­inn 25. júní 2024.

Í fyrra­sum­ar bauð Vega­gerðin út vinnu við frumdrög borg­ar­línu um Hamra­borg eft­ir Hafn­ar­fjarðar­vegi. Verk­efnið fel­ur m.a. í sér frumdrög að borg­ar­línu­leiðum og staðsetn­ingu og út­færslu stöðvar/-​a í Hamra­borg. Ákveðið var að ganga að til­boði Verkís hf. í Reykja­vík, að upp­hæð rétt tæp­ar 22 millj­ón­ir króna.

Borg­ar­lín­an er nýtt kerfi al­menn­ings­sam­gangna á höfuðborg­ar­svæðinu. Ekið verður að mestu í sérrými og vagn­arn­ir hafi for­gang á gatna­mót­um.

Heimild: Mbl.is