Home Fréttir Í fréttum Varnir settar upp við göngubrú yfir Sæbrautina

Varnir settar upp við göngubrú yfir Sæbrautina

89
0
Tölvumynd/Gláma/KÍM

Vega­gerðin hef­ur í þriðja sinn boðið út upp­setn­ingu fær­an­legr­ar göngu- og hjóla­brú­ar yfir Sæ­braut, milli Snekkju­vogs og Trana­vogs.

<>

Brúnni er ætlað að auka um­ferðarör­yggi, ekki síst fyr­ir skóla­börn, í hinni nýju Voga­byggð við Elliðaár­vog.

Verkið var boðið út fyrr á þessu ári en til­kynnt var í lok mars að útboðið hefði verið fellt niður.

„Vegna ít­rekaðra at­vika, þar sem farm­ur, pall­ar eða kran­ar á öku­tækj­um eru að rek­ast upp und­ir brýr á höfuðborg­ar­svæðinu, var ákveðið að end­ur­skoða ör­ygg­is­mál vegna göngu­brú­ar­inn­ar og útboðið því tíma­bundið aft­ur­kallað,“ seg­ir G. Pét­ur Matth­ías­son upp­lýs­inga­full­trúi Vega­gerðar­inn­ar.

Því hef­ur verið bætt inn í útboðið liðnum skilta­brýr, tvö stykki og upp­setn­ing þeirra.

Heimild: Mbl.is