Home Á döfinni Fyrirhugaðar opnanir útboða 18.06.2024 Reykjanesbraut (41), Snekkjuvogur – Tranavogur. Göngu- og hjólabrú

18.06.2024 Reykjanesbraut (41), Snekkjuvogur – Tranavogur. Göngu- og hjólabrú

101
0
Göngu- og hjólabrú yfir Sæbraut.

Vegagerðin býður hér með út samsetningu og uppsetningu færanlegrar göngu- og hjólabrúar yfir Reykjanesbraut (Sæbraut) milli Snekkjuvogs og Tranavogs ásamt stígatengingum, lyftum og byggingu palla, trappa og skjólbyggingar á tröppur og brú. Verkinu tilheyra einnig umferðar- öryggisbúnaður, ofanvatnslagnir, stíglýsing og yfirborðsfrágangur við brúarenda.
Helstu magntölur eru:

<>

Göngu- og hjólabrú, pallar, tröppur og skjólbygging:

– Mót undirstöðu  283 m2
– Steypustyrktarjárn 9. 600 kg
– Steypa 130 m3
– Stálvirki, stöplar, smíði og uppsetning 35 tonn
– Stálvirki, brú, uppsetning 25 tonn

Vega- og stígagerð

– Gröftur fyrir leiðslum og jarðstrengjum 320 m
– Slitlagsmalbik 250 m2
– Burðarlag 38 m3
– Styrktarlag 120 m3
– Staðsteyptur kantsteinn 36 m
– Bitavegrið 240 m
– Færanlegar skiltaeyjur 3 stk.
– Steinavegrið, forsteypt 44 m
– Skiltabrýr, uppsetning 2 stk.

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 26. nóvember 2024.

Tilboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með þriðjudeginum 22. maí 2024 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 18. júní 2024.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign