Home Fréttir Í fréttum Ístak velti 27 milljörðum

Ístak velti 27 milljörðum

143
0
Ljósmynd: Aðsend mynd

Ársverkum hjá Ístaki fjölgaði úr 349 í 507 milli ára.

<>

Ístak, eitt stærsta verktakafélag landsins, hagnaðist um 537 milljónir króna á síðasta reikningsári, sem lauk 20. september 2023. Til samanburðar tapaði félagið 109 milljónum árið áður. Stjórn félagsins leggur til að 200 milljónir verði greiddar í arð á árinu 2024 samkvæmt ársreikningi.

Velta Ístaks jókst um meira en 30% milli ára og nam 27 milljörðum króna á síðasta reikningsári. Í skýrslu stjórnar í ársreikningnum segir að verkefnastaða félagsins sé mjög góð.

„Markaður fyrirtækisins á Íslandi hefur sveiflast mikið og á velta fyrirtækisins hefur oft fylgt þeim sveiflum. Þetta hefur komið berlega í ljós á síðastu árum og útskýrir að mestu þá miklu veltuaukningu sem hefur orðið á milli ári. Á næstu 3-5 árum væntum við minni sveiflna og veltan gæti staðið í stað eða stigið í jafnari skrefum.“

Rekstrarhagnaður (EBIT) félagsins jókst úr 34 milljónum í 776 milljónir milli ára.

Launaskrið umfram umsamdar launahækkanir
Aukin umsvif höfðu í för með sér að fjöldi ársverka fóru úr 349 í 507 milli ára. Laun og launatengd gjöld jukust úr tæplega 5,2 milljörðum í hátt í 6,6 milljarða.

Stjórn Ístaks segir að launahækkanir síðustu ára og ásókn í starfsfólk hafi valdið launaskriði á markaðnum umfram umsamdar launahækkanir.

Eignir Ístaks voru bókfærðar á 9,7 milljarða króna í árslok 2023 og eigið fé var um 3,1 milljarður. Ístak er í eigu danska verktakafyrirtækisins Per Aarsleff A/S.

Heimild: Vb.is