Home Fréttir Í fréttum Þrjú tilboð bárust í lóðafrágang í kringum íþróttahúsið við Jaðarsbakka

Þrjú tilboð bárust í lóðafrágang í kringum íþróttahúsið við Jaðarsbakka

311
0
Mynd: Skagafrettir.is

Þrjú tilboð bárust í lóðarfrágang í kringum íþróttahúsið á Jaðarsbökkum og tengingar yfir Innnesveg – en Akraneskaupstaður bauð verkið nýverið út.

<>

Tilboðin voru opnuð í lok apríl en kostnaðaráætlun var rétt tæplega 270 milljónir kr.

Fagurverk ehf bauð lægst í verkefnið eða rétt tæplega 241 milljónir kr. sem er um 11% undir kostnaðaráætlun.

Stéttafélagið ehf. bauð rúmlega 321 milljónir kr. í verkefnið sem er um 18,5% yfir kostnaðaráætlun.

Þriðja tilboðið og það hæsta var frá E. Sigurðssyni ehf. sem bauð rétt um 418 milljónir kr. í verkefnið – sem er um 54% yfir kostnaðaráætlun.

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs var sviðstjóra falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Fagurverk ehf., með fyrirvara um hæfi bjóðanda.

Heimild: Skagafrettir.is