Home Fréttir Í fréttum 26.04.2016 Andakílsárvirkjun: Endurnýjun á stöðvarþaki

26.04.2016 Andakílsárvirkjun: Endurnýjun á stöðvarþaki

451
0

Útboðsverkið felst í endurnýjun og viðgerðum þaka á stöðvarhúsi Andakílsárvirkjunar, en þrjú þök eru á stöðvarhúsinu.  Helstu verk felast í að endurnýja allt bárujárn, pappa og áfellur á þaki auk endurnýjunar á þakrennum, rennuböndum, niðurfallsrörum sem eru ónýt ásamt öðrum fylgihlutum. Einnig á að endurbæta burðarvirki og loftun þaka.

<>

Framkvæmdasvæðið er við Andakílsárvirkjun í Borgarfjarðarsveit.

Helstu verkþættir útboðsverksins eru (með fyrirvara um breytingar á magntölum):

Rif og hreinsun þakklæðningar 640
Endurnýjun þakjárns og þakpappa 640
Endurnýjun áfella 130
Endurnýjun þakrenna, rennubanda 110 m
Endurbætur á útloftunarrörum 70 stk
Snjógrindur 20 m

 

Verklok heildarverks skulu vera eigi síðar en 31.08.2016

Verkinu er nánar lýst í útboðsgögnum „ONVK-2016-06 Andakílsárvirkjun – Endurnýjun á stöðvarþaki“

Tilboð verða opnuð hjá Orku Náttúrunnar ohf. Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík, þriðjudaginn 26. apríl 2016 kl. 10:30.