Home Fréttir Í fréttum Nýr skóli í Laugardal á teikniborðinu

Nýr skóli í Laugardal á teikniborðinu

71
0
Laugardalurinn. Fjær eru Laugarnes og hafnarsvæðin. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Í borg­ar­kerf­inu er nú til skoðunar að byggja nýj­an skóla fyr­ir ung­linga­stig grunn­skóla í Laug­ar­daln­um í Reykja­vík.

<>

Áður hafði skóla-og frí­stundaráð Reykja­vík­ur­borg­ar ákveðið að láta byggja við skóla sem fyr­ir eru í hverf­inu: Laug­ar­nesskóla, Lauga­lækj­ar­skóla og Lang­holts­skóla. Í til­kynn­ingu frá borg­inni kem­ur fram að for­send­ur hafi tölu­vert breyst og nú sé málið skoðað upp á nýtt.

„Samþykkt var í skóla- og frí­stundaráði í gær að óska eft­ir um­sögn­um um til­lögu sem fel­ur í sér að byggður verði nýr ung­linga­skóli í hjarta Laug­ar­dals. Boðað verður til sam­tals með skóla­sam­fé­lag­inu og öðrum íbú­um í hverf­inu á næst­um vik­um,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Lagt er til að byggður verði nýr ung­linga­skóli fyr­ir elstu ár­ganga úr skól­un­um þrem­ur auk nem­enda á ung­linga­stigi í nær­liggj­andi upp­bygg­ing­ar­reit­um (á Orkureitn­um og í Skeif­unni).

Mik­il viðhaldsþörf

Starfs­hóp­ur sem vinn­ur að und­ir­bún­ingi fram­kvæmda vegna skóla-og frí­stund­a­starfs í Laug­ar­daln­um kynnti skýrslu á fundi ráðsins. Þar kom fram að viðhaldsþörf á bygg­ing­um skól­anna þriggja sé um­fangs­mik­il.

„Flókn­ar viðhalds­fram­kvæmd­ir sam­hliða bygg­ingu viðbygg­inga eru tald­ar raska skóla­starfi meira og í lengri tíma en upp­haf­lega var gert ráð fyr­ir.“

Hann­es stýr­ir verk­efn­inu

Hann­esi Frí­manni Sig­urðssyni hjá 3H Raðgjöf hef­ur verið falið að stýra verk­efn­inu varðandi framtíð skóla­hús­næðis í Laug­ar­dal.

„Hann mun sam­hæfa og stýra þessu um­fangs­mikla heild­ar­verk­efni um framtíð skóla- og frí­stund­a­starfs í Laug­ar­daln­um.

Jafn­framt mun hann ásamt vinnu­hópi sem stofnaður hef­ur verið sjá um að und­ir­búa og sam­ræma viðhalds­fram­kvæmd­ir í hverf­inu og tryggja viðeig­andi bráðabirgðahús­næði fyr­ir skóla- og frí­stund­astarf á fram­kvæmda­tíma. Sér­stök áhersla verður lögð á að fá að borðinu full­trúa frá skól­un­um þrem­ur, úr hópi starfs­manna og nem­enda.

Fundað verður á næstu vik­um með starfs­fólki, stjórn­end­um og for­eldr­um til að kynna skýrsl­una og þá vinnu sem er framund­an. Í fram­haldi af kynn­ing­un­um verður kallað eft­ir um­sögn­um frá full­trú­um þess­ara hópa,“ seg­ir einnig í til­kynn­ing­unni.

Heimild: Mbl.is