Home Fréttir Í fréttum Af hverju seljast ekki allar lóðirnar í Ásahverfi í Reykjanesbæ?

Af hverju seljast ekki allar lóðirnar í Ásahverfi í Reykjanesbæ?

141
0
Ásahverfi í Reykjanesbæ. VF/JPK

Landeigendur Ytri-Njarðvíkurhverfis með Vatnsnesi hafa áhyggjur af óseldum lóðum í Ásahverfi í Reykjanesbæ. Stofnaðar hafa verið 128 lóðir en einvörðungu 89 lóðir hafa verið nýttar.

<>

Fyrir liggur deiliskipulag Ásahverfis, samþykkt í bæjarstjórn 20. nóvember 2006. Landeigendur hafa af þessu áhyggjur þar sem þeir þurfa að greiða fasteignagjöld af lóðunum og vilja skoða hvort hægt er að snúa vörn í sókn t.d. með breytingum á núgildandi deiliskipulagi.

Hvað veldur því að lítil sem engin eftirspurn er eftir lóðum í hverfinu? Landeigendur báðu Alta um að rýna deiliskipulag Ásahverfis með það fyrir augum að leita mögulegra tækifæra til viðsnúnings.

Þetta kemur fram í nýjustu fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar sem þakkar framkomnar hugmyndir og telur að margar væru til bóta en fjölgun íbúða og nýjar húsagerðir í hverfinu séu ekki í samræmi við áherslur ráðsins sem grundvallast af afstöðu íbúa hverfisins.

Heimild: Vf.is