Home Fréttir Í fréttum Goslok hafa ekki áhrif á vinnuna

Goslok hafa ekki áhrif á vinnuna

32
0
Drónamyndin var tekin í gær af nýja varnargarðinum sem nú rís norðaustan við Grindavík. mbl.is/Hörður Kristleifsson

Vinna við nýja varn­argarðinn við Grinda­vík geng­ur vel, að sögn Jóns Hauks Stein­gríms­son­ar jarðverk­fræðings hjá Eflu. Eng­in breyt­ing eða sér­stakt átak er í bygg­ingu garðsins þrátt fyr­ir að Veður­stof­an hafi lýst yfir gos­lok­um á eld­gos­inu við Sund­hnúkagíga í gær­morg­un.

<>

Vinna við garðinn, sem er staðsett­ur inn­an við varn­argarðinn sem þegar er til staðar norðan og aust­an við Grinda­vík, hófst á mánu­dag. Reiknað er með að garður­inn verði um fimm metra hár og 800 metra til eins kíló­metra lang­ur.

Jón Hauk­ur seg­ir að teymið sem hef­ur unnið að gerð varn­argarða við Grinda­vík síðan í nóv­em­ber sé orðið ansi sjóað í þeirri vinnu.

„Það geng­ur bara allt eins og klukk­an.“ 30 til 35 manns vinna á dag­vökt­un­um en færri á næt­ur­vökt­un­um. Hann nefn­ir að eft­ir páska hafi teymið farið að taka sér tveggja daga helg­ar­frí, áður voru störf aðeins lögð niður á sunnu­dög­um.

Nýi garður­inn taki 2-3 vik­ur
Reiknað er með því að vinn­an við nýja garðinn taki tvær til þrjár vik­ur. Spurður hvort nýtt gos muni hafa áhrif á vinn­una svar­ar Jón Hauk­ur að svo sé ekki er kem­ur að stóru mynd­inni. „Það er allt eins verið að und­ir­búa þá [garðana] fyr­ir næsta eða þarnæsta áhlaup sem kann að koma þarna niður.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is