Home Fréttir Í fréttum 25 þúsund gestir á Verk og vit

25 þúsund gestir á Verk og vit

36
0
Mikil aðsókn var á Verk og vit. mbl.is

Um 25 þúsund gest­ir sóttu sýn­ing­una Verk og vit í apríl, sem er svipuð aðsókn og hef­ur verið í síðustu tvö skipt­in sem sýn­ing­in hef­ur verið hald­in, þ.e. árin 2018 og 2022.

<>

Fram kem­ur í til­kynn­ingu að sýn­ing­ar­rým­in fyr­ir sýn­ing­una hafi selst upp í ág­úst í fyrra og eft­ir það mynd­ast lang­ur biðlisti.

100 tóku þátt

Yfir 100 sýn­end­ur tóku þátt í sýn­ing­unni sem hald­in var í sjötta sinn í Laug­ar­dals­höll 18.-21. apríl.

Á sýn­ing­unni fær fólk tæki­færi á að sjá það nýj­asta í bygg­ing­ariðnaði, mann­virkja­gerð og skipu­lags­mál­um þar sem stofn­an­ir og fyr­ir­tæki kynna vör­ur sín­ar og þjón­ustu.

Nokkr­ir viðburðir voru haldn­ir sam­hliða sýn­ing­unni og meðal þeirra var ráðstefna á veg­um Sam­taka iðnaðar­ins.

18. og 19. apríl var sýn­ing­in aðeins ætluð fagaðilum en dag­ana 20. og 21. apríl gafst al­menn­ingi kost­ur á að sjá hana.

Buðu nem­end­um á sýn­ing­una

Verk og vit ásamt Sam­tök­um iðnaðar­ins buðu einnig um 1.800 nem­end­um í 10. bekk á sýn­ing­una og Verk og vit, Ístak og BYKO buðu þangað jafn­framt um 300 fram­halds- og há­skóla­nem­um.

Svandís Svavars­dótt­ir, innviðaráðherra, setti sýn­ing­una form­lega en Ásmund­ur Ein­ar Daðason, mennta- og barna­málaráðherra, og Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmd­ar­stjóri Sam­taka iðnaðar­ins, fluttu einnig ávörp.

„Að þessu sinni lögðu sýn­end­ur áherslu á upp­bygg­ingu í iðnaði, iðnmennt­un, fjár­fest­ingu í innviðum og um­hverf­is­mál, sem eru allt mál sem eru mikið í deigl­unni,“ segir Áslaug Páls­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri AP al­manna­tengsla, í til­kynn­ing­unni.

Und­ir­bún­ing­ur næsta sýn­ing­ar er þegar haf­inn, en hún er fyr­ir­huguð árið 2026.

Heimild: Mbl.is