Home Fréttir Í fréttum Starfsfólki í byggingariðnaði fjölgar þótt íbúðauppbygging minnki

Starfsfólki í byggingariðnaði fjölgar þótt íbúðauppbygging minnki

70
0
Mynd: HMS.is

Alls störfuðu 17.931 í byggingariðnaði á fyrsta fjórðungi þessa árs og voru þeir 5,2 prósentum fleiri en á sama tíma í fyrra, samkvæmt tölum frá Hagstofu. Talningar HMS sýna hins vegar að umfang íbúðauppbyggingar dregist saman á sama tíma.

<>

Fleiri starf­andi en fyr­ir hrun
Umfang byggingariðnaðarins hefur aukist jafnt og þétt eftir að hafa dregist saman um tæplega helming í kjölfar fjármálahrunsins á milli áranna 2008 og 2009.

Á síðasta ári voru að meðaltali yfir 18 þúsund starfandi í greininni og veltan nam um 603 milljörðum króna, líkt og sjá má á mynd hér að neðan. Til viðmiðunar var starfsfólk í byggingariðnaði um 17 þúsund talsins árið 2008.

Mynd: HMS.is

Umfang byggingariðnaðarins hefur einnig vaxið ef miðað er við vinnumarkaðinn í heild sinni, en á árunum 2009-2016 var starfsfólk í greininni á bilinu 5 til sex prósent af vinnumarkaðnum hérlendis.

Síðastliðin þrjú ár hafa hins vegar 8 prósent af atvinnumarkaði starfað í byggingariðnaðinum. Hlutdeild byggingariðnaðarins af vinnumarkaðnum hefur hins vegar ekki enn náð sömu hæðum og á árinu 2008, en þá nam hún 10 prósentum.

Vöxt­ur þrátt fyr­ir sam­drátt í íbúða­upp­bygg­ingu
Myndin hér að neðan sýnir 12 mánaða breytingar í fjölda starfandi í byggingariðnaði á hverjum ársfjórðungi frá 2009 til 2024. Þar sést að starfsfólki hefur fjölgað á ársgrundvelli í greininni á síðustu þremur árum. Á fyrsta fjórðungi þessa árs voru um 5,2 prósent fleiri starfandi heldur en á sama tíma í fyrra, þegar 17.046 störfuðu í greininni.

Mynd: HMS.is

Á sama tíma og starfsfólki hefur fjölgað í byggingariðnaði dróst umfang íbúða í byggingu saman um 9,3 prósent á milli marsmánaða 2023 og 2024, samkvæmt talningum HMS á íbúðum í byggingu.

Hægt er að lesa niðurstöður síðustu talningarinnar með því að smella á þennan hlekk, en þar kemur fram að umfang nýrra framkvæmda dróst saman um þriðjung milli ára.

Heimild: HMS.is