Home Fréttir Í fréttum Þjótandi bauð lægst í Dímonarveg

Þjótandi bauð lægst í Dímonarveg

178
0
Stóri-Dímon. sunnlenska.is/Sigurður Jónsson

Þjótandi ehf á Hellu átti lægsta tilboðið í endurbyggingu hluta Dímonarvegar sem vinna á að í sumar.

<>

Tilboð Þjótanda hljóðaði upp á 96,1 milljón króna og var 90% af áætluðum verktakakostnaði Vegagerðarinnar, sem er 106,4 milljónir króna.

Tveir aðrir verktakar buðu í verkið, Borgarverk bauð 109,5 milljónir króna og Framrás ehf í Vík bauð 116 milljónir króna.

Um er að ræða endurmótun á um 3 km löngum vegarkafla frá Þjóðvegi 1 og rétt norður fyrir vegamót við Auraveg, auk útlagningar burðarlags og klæðingar, breytinga á vegamótum og gerð hjáreina.

Verkinu á að vera lokið þann 15. september næstkomandi.

Heimild: Sunnlenska.is