Home Fréttir Í fréttum Saman­burður við lóðamál olíu­fé­laganna eins „fjarri sann­leikanum og hægt er“

Saman­burður við lóðamál olíu­fé­laganna eins „fjarri sann­leikanum og hægt er“

66
0
Uppbygging er hafin á Heklureitnum. Þarna rísa nú íbúðahús. VÍSIR/VILHELM

Forsvarsmenn bílaumboðsins Heklu segja samanburð lóðamála olíufélaganna við svokallaðan Heklureit við Laugaveg, í Kastljósþætti sem sýndur var á RÚV á mánudag, eins fjarri sannleikanum og hægt er að fara.

<>

Reiturinn hafi með ósanngjörnum hætti verið tengdur við málið í þættinum.

Fjallað var um samninga Reykjavíkurborgar við olíufélögin frá árinu 2021 í innslagi fréttakonunnar Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur í Kastljósi á mánudag.

Innslagið átti upphaflega að birtast í fréttaskýringarþættinum Kveik en fór ekki í loftið þar og var Maríu Sigrúnu í kjölfarið vikið úr ritstjórnarteymi þáttarins.

Í þættinum telur eru taldir upp reitir sem byggja á upp, er Heklureiturinn þar á meðal.

„Að leggja þessi mál að jöfnu er eins fjarri sannleikanum og hægt er að fara, enda himinn og haf á milli þeirra gjörninga sem vísað var í Kastljósþættinum og þess sem Hekla hf. hefur staðið frammi fyrir í samskiptum og samningum við Reykjavíkurborg,“ segir í yfirlýsingu Heklu.

Heklu hafi síðan þátturinn birtist borist fyrirspurnir um málið.

„Í samkomulagi Heklu hf. við Reykjavíkurborg 2. mars 2021 eru skýr ákvæði um greiðslu gatnagerðargjalda samkvæmt lögum og gjaldskrá Reykjavíkurborgar þar um.

Auk þess er þar getið um sérstakar greiðslur innviðagjalda/byggingarréttargjalds ásamt kostnaðarþátttöku vegna félagslegra íbúða á föstu verði.“

Heimild: Visir.is