Home Fréttir Í fréttum Kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði

Kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði

116
0
Um er að ræða drög að deiliskipulagstillögu 1. áfanga Kringlusvæðis. Ljósmynd: Aðsend mynd

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði í Ásbergssalnum í Kringlubíói, þriðjudaginn 14. maí kl. 17.

<>

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði í Ásbergssalnum í Kringlubíói, þriðjudaginn 14. maí kl. 17. Á sama tíma verður opnuð sýning á þessum drögum að deiliskipulagstillögu fyrir almenning á jarðhæð í göngugötu Kringlunnar.

Um er að ræða drög að deiliskipulagstillögu 1. áfanga Kringlusvæðis, sem nær til lóðanna Kringlan 1-3 og Kringlan 5. Höfundar eru danska teiknistofan Henning Larsen ásamt THG arkitektum og er tillagan gerð fyrir Reiti fasteignafélag.

Á fundinum verður farið stuttlega yfir aðdraganda deiliskipulagsgerðar og deiliskipulagslýsingar fyrir áfanga 1-3, en að því loknu munu höfundar fara yfir drög að deiliskipulagstillögu sinni og jafnframt gera grein fyrir þeirri vinnu sem að baki liggur.

Í tilkynningu segir að fundurinn verði öllum opinn og munu Reitir opna fyrir umræður og spurningar varðandi deiliskipulagstillöguna sem er í undirbúningi.

Að auki verður deiliskipulagslýsing 1.-3. áfanga Kringlunnar aðgengileg í skipulagsgátt þar sem senda má inn athugasemdir á slóð Skipulagsstofnunar.

„Tillagan miðar að því að skapa manneskjulegt, grænt og skjólgott borgarhverfi sem er undir áhrifum fjölbreytileika reykvískrar byggingarhefðar.

Nýtt hverfi mun skapa umgjörð fyrir lifandi nærsamfélag sem mun njóta góðs af mikilli nálægð við úrval verslunar, þjónustu og menningu,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlureitar ehf.

Heimild: Vb.is