Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir hafnar við nýjan varnargarð

Framkvæmdir hafnar við nýjan varnargarð

52
0
Verktakar á vinnuvélum við störf. RÚV – Amanda Guðrún Bjarnadóttir

Verktakar hófu í dag vinnu við gerð nýs varnargarðs innan við varnargarðana sem voru reistir til varnar Grindavík í vetur.

<>

Verktakar á vegum almannavarna hófu í dag framkvæmdir við gerð varnargarðs við Grindavík. Hann verður lægri en þeir sem reistir hafa verið fjær bænum. Markmiðið er að nýi varnargarðurinn geti leitt þunnfljótandi hraun fram hjá bænum ef þörf krefur.

Víðir Reynisson, sviðsstjóri hjá almannavörnum, sagði í hádegisfréttum RÚV í dag að markmiðið væri að verja Grindavíkurbæ ef nýtt eldgos hefst. Hugmyndin er sú að nýr varnargarður nýtist ef garðarnir fjær bænum duga ekki til. Á sumum stöðum er hraunið við varnargarðana orðið hærra en garðarnir sjálfir.

RÚV – Amanda Guðrún Bjarnadóttir

Um tólf milljón rúmmetrar af kviku hafa safnast upp í hólfinu undir Svartsengi. Reynsla síðustu missera er sú að þegar átta til tólf milljón rúmmetrar hafa safnast upp er viðbúið að komi til kvikuhlaups eða eldgoss.

Heimild: Ruv.is