Home Fréttir Í fréttum Mat­vöru­verslun og í­búðir stein­snar frá Kefla­víkur­flug­velli

Mat­vöru­verslun og í­búðir stein­snar frá Kefla­víkur­flug­velli

76
0
Byggt verður í móanum fyrir aftan Marriott-hótelið. VÍSIR/EINAR

Stefnt er að því að reisa fjölda íbúða, matvöruverslun og fleira í móa skammt frá Keflavíkurflugvelli á næstu árum. Framkvæmdastjóri verkefnisins segir það bæta þjónustustig flugvallarins til muna.

<>

Skammt frá Keflavíkurflugvelli má finna verslunar- og þjónustutorgið Aðaltorg. Þar má finna hótel, apótek, heilsugæslu, veitingastaði og margt fleira. Fyrir ekki svo löngu síðan mátti þarna eingöngu finna móa og ekkert annað, þar til Ingvar Eyfjörð ákvað að breyta þessu í þjónustusvæði.

„Hugmyndin okkar er sú að tengja og auka þetta þjónustumagn sem getur orðið til verulegra bóta fyrir þjónustustig flugvallarins,“ segir Ingvar.

Ingvar Eyfjörð er framkvæmdastjóri Aðaltorgs.
VÍSIR/EINAR

Anna eftirspurn flugvallarins
Hann segir stanslausa umferð vera um svæðið og meira er á leiðinni.

„Svo munum við á vormánuðunum hefja framkvæmdur við matvöruverslun og skrifstofuhúsnæði. Í framhaldi af skipulagsbreytingum hjá bænum þá hyggjum við á frekari framkvæmdir til að anna þeirri eftirspurn sem þjónustustig flugvallarsvæðisins kallar á,“ segir Ingvar.

Íbúðir og hótel
Við hliðina á Marriott-hótelinu við Aðaltorg er stefnt að því að reistur verði fjöldi íbúða, og jafnvel hótel fyrir árið 2035.

„Þróunaráætlun Kadeco gerir ráð fyrir því að þetta svæði verði uppbyggt fyrir árið 2035, en við ætlum að vera aðeins fyrr en það,“ segir Ingvar.

Þú nennir ekki að bíða alveg til 2035?

„Það er alltof langt maður, ég verð svo gamall,“ segir Ingvar og hlær.

Heimild: Visir.is