Home Fréttir Í fréttum Þarf pólitíska ákvörðun ef ráðast á í meiri háttar framkvæmdir

Þarf pólitíska ákvörðun ef ráðast á í meiri háttar framkvæmdir

95
0
Davíð Þorláksson er framkvæmdastjóri Betri samgangna. RÚV – Benedikt Sigurðsson

Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir að það þurfi pólitíska ákvörðun til ef ráðast á í stórar framkvæmdir samkvæmt Samgöngusáttmála, áður en hann verður uppfærður. Undirbúningsvinnu við nokkrar meiri háttar framkvæmdir miðar vel.

<>

Ef ráðast á í stórar framkvæmdir samkvæmt Samgöngusáttmála, áður en hann verður uppfærður, þarf að taka pólitíska ákvörðun um það, segir framkvæmdastjóri Betri samgangna. Undirbúningsvinnu við nokkrar meiri háttar framkvæmdir miðar vel.

„Þegar kemur að stofnvegum þá má nefna Sæbrautarstokk. Þar er annað hönnunarstig af þremur; því lýkur núna á vormánuðum.

Svo er það Miklubrautarstokkur, eða Miklubrautargöng. Þar er fyrsta hönnunarstigi af þremur að ljúka. Og það verður gaman að kynna þær hugmyndir,“ segir Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna.

Þá miði vinnu við Borgarlínu einnig vel og stutt í að boðin verði út verk vegna brúar yfir Fossvog. Og í sumar verði lagðir nokkrir kílómetrar af göngu og hjólastígum.

Fjórtán mánuðir eru síðan boðað var að uppfæra þyrfti Samgöngusáttmálann. Davíð segir ólíklegt að ráðist verði í stórar framkvæmdir áður en það klárast. „Nema þá að stjórnmálamenn gefi grænt ljós á slíkt.“

Heimild: Ruv.is