Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Framkvæmdir hafnar við Flúðabakka á Blönduósi

Framkvæmdir hafnar við Flúðabakka á Blönduósi

98
0
Mynd: Höskuldur Birkir Erlingsson.

Framkvæmdir eru hafnar við byggingu 6 íbúða raðhúss við Flúðabakka á Blönduósi. Stefnt er að því að íbúðirnar verði tilbúnar í haust.

<>
Mynd: Höskuldur Birkir Erlingsson.

Um er að ræða fyrri áfanga að þessu verkefni en síðar er stefnt að því að byggja þriggja íbúða raðhús á sama reitnum. Nú er verið að grafa grunninn og er það Jóhann Evensen sem það vinnur en það er Flúðabakki ehf. sem stendur fyrir verkefninu.

Mynd: Höskuldur Birkir Erlingsson.

Félagið er í jafnri eigu félags í eigu Sigurðar Arnar Ágústssonar, Nýmót ehf., Neglan byggingafélag ehf. og félags í eigu Einars Arnar Arnarssonar. Neglan byggingafélag mun sjá um byggingu hússins.

Ljósmyndir tók Höskuldur Birkir Erlingsson.

Heimild: Huni.is