Home Fréttir Í fréttum Breikkun vegarins komin í biðstöðu

Breikkun vegarins komin í biðstöðu

118
0
Frá Vesturlandsveg í desember. mbl.is/Árni Sæberg

Ekk­ert ligg­ur fyr­ir hjá Vega­gerðinni um útboð eða fram­kvæmd­ir við breikk­un hring­veg­ar­ins frá Vallá á Kjal­ar­nesi að suður­munna Hval­fjarðarganga.

<>

Á sl. ári lauk vinnu við tvö­föld­un veg­ar­ins frá Kollaf­irði að Vallá. Sá legg­ur er 4,1 kíló­metri og markaði til­koma 2+2-veg­ar þar, auk torga og tengi­brauta, mikla og langþráða bót með til­liti til ör­ygg­is og greiðara flæðis um­ferðar, sem þarna er mik­il og vax­andi.

Jafn­hliða þeirri fram­kvæmd, sem lauk í fyrra, var fram­haldið und­ir­búið. Möl og grjóti var ekið í nýja veg­línu ofan Grund­ar­hverf­is svo jarðveg­ur þar síg­ur.

Við hliðina er nú­ver­andi veg­ur sem áfram nýt­ist en gert er ráð fyr­ir að þarna verði tvær ak­braut­ir með um­ferð í báðar átt­ir. Veg­ur­inn frá Vallá að göng­um verður alls 5,5 km og er þetta sam­starfs­verk­efni Vega­gerðar, Reykja­vík­ur­borg­ar og fleiri.

Heimild: Mbl.is