Home Fréttir Í fréttum Byggja hús úr gömlum vatnstanki

Byggja hús úr gömlum vatnstanki

233
0

Fyrsta microhúsið á Íslandi í Grindavík

Ungt par í Grindavík, þau Ingibjörg Jakobsdóttir og Arnar Freyr Jónsson, hafa ákveðið að byggja fyrsta svokallaða microhúsið hérlendis, í gamla vatnstankinum austur í Þórkötlustaðarhverfi í Grindavík. Tankurinn var byggður árið 1960 en hefur ekki verið í notkun um langt skeið.

<>

Parið greindi frá því í gær að nú væru framkvæmdir að hefjast en ætlað er að húsið verði 90 ferm. á þremur hæðum. Stofnuð var facebooksíða þar sem hægt er að fylgjast með framkvæmdum

„Grindavík er lítið samfélag og gerum við okkur grein fyrir því að það eru allskonar tilfinningarleg tengsl sem liggja þar út um allt sem við fögnum. Þess vegna langar okkur að opna þessa síðu til að upplýsa alla þá sem vilja fylgjast með og vita meira hvað sé eiginlega í gangi. Við viljum sína fram á að það sé hægt að notast við eitthvað gamalt og gera fallegt úr því. Með það að leiðarljósi munum við reyna að endurlífga og notast við gamla hluti í tengslum við tankinn,“ segir parið á síðunni sem sjá mér hér.

10.04.2016 Byggja hús 1

Heimild: Vf.is