Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Betra aðgengi og brunavarnir

Betra aðgengi og brunavarnir

55
0
Til stendur að bæta aðgengi og laga aðstöðu fyrir fatlaða. mbl.is/Kristinn Magnússon

Viðhald og end­ur­bæt­ur á Ráðherra­bú­staðnum standa ennþá yfir. Fram­kvæmd­ir hóf­ust síðasta haust og er gert ráð fyr­ir að þeim ljúki um eða upp úr næstu ára­mót­um. End­ur­nýj­un hús­gagna og hús­búnaðar mun þó taka lengri tíma.

<>

Til stend­ur að bæta aðgengi og laga aðstöðu fyr­ir fatlaða. Um­fangs­mik­ill hluti fram­kvæmd­ar­inn­ar er lagn­ing vatnsúðakerf­is til að tryggja bruna­varn­ir í hús­inu.

Hönnuðir verks­ins eru Plús-ark og Fer­ill verk­fræðistofa. Fram­kvæmd­araðili er for­sæt­is­ráðuneytið. Áætlaður kostnaður vegna end­ur­nýj­un­ar neyslu­vatns­lagna, mist­ur­kerf­is og hjóla­stóla­lyftu er um 30 millj­ón­ir.

Aðrir hlut­ar eru enn í hönn­un og kostnaðartöl­ur því ekki til­bún­ar. Verkið var ekki boðið út, m.a. vegna þess að lagna­leiðir í gömlu húsi sem þessu þurfti að finna sam­hliða verk­inu, í sam­vinnu við hönnuði, verk­taka og hús­eig­anda.

Und­an­far­in ár hafa rík­is­stjórn­ar­fund­ir verið haldn­ir í Ráðherra­bú­staðnum en þeir voru áður í Stjórn­ar­ráðshús­inu við Lækj­ar­torg.

Sök­um þrengsla í Stjórn­ar­ráðshús­inu voru all­ir fund­ir færðir yfir í Ráðherra­bú­staðinn í mars 2020 þegar covid gekk yfir landið.

Heimild: Mbl.is