Home Fréttir Í fréttum Ekki byggt í takt við áform sveitarfélaga

Ekki byggt í takt við áform sveitarfélaga

53
0
Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg eru nú til byggingarhæfar lóðir undir tæplega 2.800 íbúðir í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

Elm­ar Er­lends­son, fram­kvæmda­stjóri hús­næðis­sviðs Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar, HMS, seg­ir að byrjað hafi verið að byggja mun færri íbúðir á höfuðborg­ar­svæðinu í fyrra en sveit­ar­fé­lög­in hafi stefnt að.

<>

Að sögn Elm­ars mun fjöldi íbúða sem stofn­un­in áætl­ar að komi á markað í ár og á næsta ári ein­ung­is full­nægja rúm­lega helm­ingi af áætlaðri íbúðaþörf.

Fjallað eru um þessa grein­ingu í Morg­un­blaðinu í dag og hún sett í sam­hengi við fjölda bygg­ing­ar­hæfra lóða und­ir íbúðir í Reykja­vík.

Tæp­lega 2.800 íbúðir

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Reykja­vík­ur­borg eru nú til bygg­ing­ar­hæf­ar lóðir und­ir tæp­lega 2.800 íbúðir í Reykja­vík.

Raun­ar eru sum­ar lóðirn­ar eldri mann­virki sem þurfa að víkja fyr­ir ný­bygg­ing­um eða að breyta þarf nú­ver­andi bygg­ing­um í íbúðar­hús­næði. Elm­ar seg­ir allt að þrjú ár geta liðið þar til íbúðirn­ar koma á markað.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is