Home Fréttir Í fréttum Lóðirnar hækkuðu um 3,6 milljarða

Lóðirnar hækkuðu um 3,6 milljarða

138
0
Drög að fjölbýlishúsunum á einni lóðinni á Ártúnshöfða. Teikning/JVST arkitektar/Þorpið vistfélag

Sum­arið 2019 sagði Viðskipta­blaðið frá því að samn­ing­ar hefðu verið und­ir­ritaðir um upp­bygg­ingu á 10 hekt­ara landi á Ártúns­höfða.

<>

Með frétt­inni fylgdi mynd af þeim Ingva Jónas­syni fram­kvæmda­stjóra Klasa, Degi B. Eggerts­syni, þáver­andi borg­ar­stjóra Reykja­vík­ur, og Pétri Árna Jóns­syni, fram­kvæmda­stjóra Heild­ar fast­eigna­fé­lags, und­ir­rita samn­ing um upp­bygg­ing­una.

Klasi og Heild fast­eigna­fé­lag, fyr­ir hönd Árlands ehf., voru sögð stærstu lóðar­haf­ar fyr­ir utan borg­ina.

Áætlað bygg­ing­ar­magn á lóðum Árlands væri um 80 þúsund fer­metr­ar.

Hinn 29. októ­ber 2021 sagði Viðskipta­blaðið svo frá því að Þorpið 6 ehf., dótt­ur­fé­lag Þorps­ins vist­fé­lags, hefði keypt bygg­ing­ar­rétt á Ártúns­höfða að 80 þúsund fer­metr­um of­anj­arðar.

Selj­andi væri Árland ehf., fé­lag í eigu Agros fjár­fest­inga­sjóðs. Heild­ar­fjár­hæð samn­ings­ins væri 7 millj­arðar króna en Arctica Fin­ance hefði stýrt fjár­mögn­un verk­efn­is­ins fyr­ir Þorpið.

Það var svo sagt frá því í Morg­un­blaðinu síðastliðinn þriðju­dag að Þorpið 6 ehf. hefði selt fé­lag­inu Skugga 4 ehf. bygg­ing­ar­rétt­inn á Ártúns­höfða.

Tvíþætt viðskipti

Sam­kvæmt heim­ild­um blaðsins greiðir Skuggi ann­ars veg­ar 683 millj­ón­ir fyr­ir lóðina Breiðhöfða 9 og hins veg­ar 10,3 millj­arða fyr­ir um 80 þúsund fer­metra af bygg­ing­ar­rétti. Sam­an­lagt greiði Skuggi því um 11 millj­arða fyr­ir bygg­ing­ar­lóðir sem Þorpið keypti í lok októ­ber 2021.

Sam­kvæmt verðlags­reikni­vél Hag­stof­unn­ar eru 7,4 millj­arðar í októ­ber 2021 um 9 millj­arðar á nú­v­irði, á verðlagi í mars 2024. Lóðirn­ar hafa því hækkað um 2 millj­arða króna á nú­v­irði en frá því dregst vaxta­kostnaður hjá Þorp­inu 6 ehf. sem átt hef­ur lóðirn­ar í tvö og hálft ár. Á það má benda að meg­in­vext­ir Seðlabanka Íslands voru 1,5% í októ­ber 2021 en eru nú 9,25%.

Heimild: Mbl.is