Home Fréttir Í fréttum Vilja flytja heilt rað­hús úr Grinda­vík í Garðinn

Vilja flytja heilt rað­hús úr Grinda­vík í Garðinn

48
0
Raðhúsið er í Grindavík, allavega í bili. VÍSIR/ARNAR

Verktakafyrirtækið Kimar ehf. hefur óskað eftir lóð í Garði fyrir nýtt fimm íbúða einingaraðhús, sem yrði flutt af grunni úr Grindavík á nýja lóð.

<>

Í fundargerð framkvæmda- og skipulagsráðs Suðurnesjabæjar frá 20. mars síðastliðnum segir að ráðið geti ekki orðið við ósk Kima. Víkurfréttir vekja athygli á málinu.

Lóðir í öðrum áfanga Teiga- og Klapparhverfis, þar sem Kimar vilja koma húsinu fyrir, verði ekki byggingahæfar fyrr en á vormánuðum.

Núgildandi úthlutunarreglur um lóðir í Suðurnesjabæ geri ráð fyrir því að almennt séu allar lóðir auglýstar til umsókna sem eru til úthlutunar.

Ráðið geti því ekki orðið við þeirri ósk að ráðstafa sérstaklega lóðum til almennra byggingaraðila nema Suðurnesjabær felli úr gildi eða breyti núverandi reglum um úthlutun lóða.

Heimild: Visir.is