Home Fréttir Í fréttum Landsvirkjun undirritar tvo verksamninga vegna stækkunar á Búrfellsvirkjun

Landsvirkjun undirritar tvo verksamninga vegna stækkunar á Búrfellsvirkjun

335
0
Teikning af stöðvarhúsi neðanjarðar í Sámsstaðaklifi.

Landsvirkjun hefur nýverið undirritað tvo verksamninga í tengslum við framkvæmdir við stækkun Búrfellsvirkjunar.

<>

Annar verksamningurinn er milli Landsvirkjunar annars vegar og ÍAV (Íslenskra aðalverktaka hf.), Marti Contractors Ltd. og Marti Tunnelbau hins vegar, vegna byggingar á stöðvarhúsi og gerðar vatnsvega. Heildarfjárhæð samnings er um 9,2 milljarðar íslenskra króna.

Hinn verksamningurinn er milli Landsvirkjunar og Andritz Hydro um véla- og rafbúnað. Heildarfjárhæð samnings er um 4,4 milljarðar íslenskra króna. Verkið felst í deilihönnun, framleiðslu, flutningi, uppsetningu og prófunum á aflvélum virkjunarinnar og tilheyrandi stoðkerfum og búnaði.

Um framkvæmdina

Framkvæmdir við stækkun Búrfellsvirkjunar munu hefjast í vor og er áætlað að gangsetja virkjunina í lok apríl 2018. Uppsett afl nýrrar stöðvar verður 100 MW með einni vél, en gert er ráð fyrir að síðar verði hægt að stækka stöðina um allt að 40 MW.

Með stækkun Búrfellsvirkjunar má auka orkugetu raforkukerfisins um allt að 300 GWst á ári. Stækkunin mun nýta vatn sem í dag rennur framhjá núverandi stöð. Stækkuð Búrfellsvirkjun mun auka rekstraröryggi og sveigjanleika raforkukerfisins.