
Nú eru að hefjast framkvæmdir við byggingu nýrrar slökkvistöðvar á Laugarvatni en húsið verður tækja- og búnaðargeymsla Brunavarna Árnessýslu.
Um er að ræða rúmlega 300 fermetra byggingu, sem að mestu er á einni hæð. Húsið verður staðsett í Krikanum, sem er rétt utan við Laugarvatn.
Húsey teikni- og verkfræðistofa teiknar húsið og er áætlaður kostnaður við bygginguna um 70 milljónir króna.
Fimmtán slökkviliðsmenn tilheyra slökkviliðseiningu BÁ á Laugarvatni.
Heimild: Sunnlenska.is