Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Framkvæmdir í fullum gangi hjá VSV í Vestmannaeyjum

Framkvæmdir í fullum gangi hjá VSV í Vestmannaeyjum

145
0
Skjáskot af Eyjar.net

Miklar framkvæmdir standa yfir hjá Vinnslustöðinni. Til að hýsa alla iðnaðarmenn sem að verkunum koma var brugðið á það ráð að reisa vinnubúðir á Lifrasamlagslóðinni sunnan við Vinnslustöðina.

<>

Framkvæmdir hófust í haust við nýtt tveggja hæða steinhús á tveimur hæðum á Vinnslustöðvarreitnum, alls um 5.600 fermetra, sem í verður saltfiskvinnsla á neðri hæð og innvigtun uppsjávarafla á efri hæð.

Nýbyggingin verður L-laga, að hluta í gamla þróarrýminu sem snýr út að Hafnargötu í krikanum þar sem er aðalinngangur VSV. Stefnt er að því að saltfiskvinnsla hefjist í nýja húsinu á vetrarvertíð 2025.

Fram kom í umfjöllun um framkvæmdirnar á vef Vinnslustöðvarinnar sl. haust að T.ark arkitektar í Reykjavík sjái um hönnun nýja hússins, en Eykt ehf. er aðalverktaki.

Eykt er öflugt þekkingarfyrirtæki í byggingariðnaði og hefur annast stórframkvæmdir fyrir Vinnslustöðina undanfarin ár við nýja uppsjávarhúsið, tengibygginguna, mjölhúsið og frystigeymsluna á Eiði.

Halldór B. Halldórsson gerði sér ferð um framkvæmdasvæðið og gerir hann upp ferð sína í ríflega tveggja mínútna löngu myndbandi sem sjá má hér að neðan.

Heimild: Eyjar.net