Home Fréttir Í fréttum Dýpkun Njarðvíkurhafnar að hefjast

Dýpkun Njarðvíkurhafnar að hefjast

86
0
Mynd: Vf.is

Á fundi atvinnu- og hafnarráðs þann 13. febrúar sl. var samþykkt að bjóða út dýpkun Njarðvíkurhafnar og var tilboðsfrestur til 19. mars sl.

<>

Eitt tilboð barst í verkið sem er tæpum 7% yfir kostnaðaráætlun og hefur Vegagerðin sem er ráðgjafi Reykjaneshafnar við þessa framkvæmd lagt til að gengið verði til samninga við tilboðsgjafa á grundvelli tilboðs hans sem hljóðaði upp á tæpar 200 milljónir króna.

Gert er ráð fyrir að verkinu ljúki í október 2024.

Að dýpkuninni lokinni verður farið í útboð á skjólgarði sem á að loka höfninni af og er vonast til að því verki verði lokið um mitt ár 2025.

Eins og komið hefur fram er stefnt að því að Landhelgisgæslan geti flutt skipaflotann til Njarðvíkur.

Heimild: Vf.is