Home Í fréttum Niðurstöður útboða Endurbygging á Kleppjárnsreykjum að hefjast

Endurbygging á Kleppjárnsreykjum að hefjast

250
0
Mynd að ofan sýnir áætlað útlit nýbyggingar með fyrirvara um lítils háttar útlitsbreytingar.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum í síðustu vikur að ganga til samninga við Sjamma ehf. um endurbyggingu á húsnæði Grunnskóla Borgarfjarðar – Kleppjárnsreykjadeild.

<>

Áformað er að hefjast handa við verkefnið strax eftir páska. Í upphafi verða settar upp girðingar, öryggissvæði verður afmarkað, starfsmannaaðstaða sett upp og gerð aðkomuleið.

Þegar sú aðstaða verður tilbúin verður ráðist í niðurrif. Samkvæmt áætlun er miðað við að vinna við sökkla hefjist snemmsumars .

Verkáætlun, lögð fram af verktaka, miðast við að verkinu verði skilað í ágústlok 2025.

Tilboð Sjamma hljóðaði upp á liðlega 1.061 m.kr. og frávikstilboð upp á 1.044 m.kr. og var frávikstilboði tekið en væntingar eru um að þar með vinnist verkið hraðar og rask á verkstað verði minna en ella.

Um er að ræða stærstu fjárfestingu sveitarfélagsins um árabil. Samhliða var lagt fram sérstakt mat áhrifum fjárfestingarinnar á fjárhag sveitarfélagsins en niðurstaða þess er að Borgarbyggð ráði vel við fjárfestinguna m.v. þær forsendur sem liggja fyrir.

Á meðan á framkvæmdatíma stendur verður sett upp bráðabirgðahúsnæði milli álma skólans og hefst sú vinna eftir páska verður hafist handa við að setja upp bráðabirgðaandyri og salerniseining. Í framhaldinu verður síðan komið fyrir tímabundnu kennslurými.

Heimild: Borgarbyggd.is