
Borgarráð hefur samþykkt að fella út kvöð um að leikskóli verði í fyrirhuguðu húsnæði sem til stendur að reisa í Vesturbugt. Borgarfulltrúi segir alltof fáa leikskóla í hverfinu og brýnt hefði verið að bæta úr.
Á fundi borgarráðs 21. mars var samþykkt deiliskipulag fyrir Vesturbugt. Þar er kvöð um leikskóla felld út með þeim rökstuðningi að aðstæður séu ekki í takti við staðla Heilbrigðiseftirlitsins.
Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi segir að það vanti leikskóla í Vesturbæinn: „Hér í Vesturbænum búa ríflega 17 þúsund manns.
Og ef þú tekur miðborgina að Snorrabrautinni, þá erum við að tala um 30 þúsund manns sem búa hérna. Og það eru örfáir leikskólar á þessu svæði.“