Úr fundargerð bæjarráðs Mosfellsbær þann 21. mars 2024.
Niðurstaða úthlutunar lóða við Fossatungu og Langatanga lögð fram til kynningar.
Tilboð í auglýstar lóðir voru opnuð á 1606. fundi bæjarráðs. Alls bárust 26 tilboð, sjö tilboð í einbýlishúsalóðir við Fossatungu og 29 tilboð í raðhúsalóðir við Langatanga.
Á 1607. fundi samþykkti bæjarráð að taka tilboðum þar sem hæsta verð í hverja lóð skyldi lagt til grundvallar með fyrirvara um að tilboðsgjafar uppfylltu öll skilyrði um hæfi.
Jafnframt var samþykkt að veita bæjarstjóra umboð til að samþykkja tilboð í lóðir í þeim tilvikum sem tilboðsgjafar féllu frá tilboðum sínum eða uppfylltu ekki hæfisskilyrði og skyldi þá taka tilboði aðila sem næstir voru í röðinni hvað tilboðsverð varðar.
Lóðunum var úthlutað til eftirfarandi aðila:
– Fossatunga 28 til Bjarna Boga Gunnarssonar, tilboðsverð kr. 18.150.000
– Fossatunga 33 til Ástríks ehf., tilboðsverð kr. 15.276.000
– Langitangi 27 til Luxor ehf., tilboðsverð kr. 45.000.000
– Langitangi 29 til Luxor ehf., tilboðsverð kr. 40.000.000
– Langitangi 31 til Luxor ehf., tilboðsverð kr. 40.000.000
– Langitangi 33 til Luxor ehf., tilboðsverð kr. 35.000.000
Heimild: Mosfellsbær