Home Fréttir Í fréttum Göngubrú boðin út að nýju

Göngubrú boðin út að nýju

129
0
Mögulegt útlit mannvirkisins yfir Sæbraut. Teikning/Gláma/KÍM

Vega­gerðin hef­ur boðið út að nýju sam­setn­ingu og upp­setn­ingu fær­an­legr­ar göngu- og hjóla­brú­ar yfir Reykja­nes­braut (Sæ­braut) milli Snekkju­vogs og Trana­vogs.

<>

Þetta kem­ur fram í Morg­un­blaðinu í vikunni.

Í verk­inu felst einnig að setja upp lyft­ur og byggja tröpp­ur og skjól­bygg­ingu á tröpp­ur og brú. Verk­inu til­heyra of­an­vatns­lagn­ir, stíg­lýs­ing og yf­ir­borðsfrá­gang­ur við brúar­enda. Verkið var áður boðið út í fyrra­sum­ar og til­boð opnuð í sept­em­ber.

Til­boði Eykt­ar hafnað
Eina til­boðið sem barst var frá Eykt ehf. Reykja­vík og hljóðaði upp á tæp­ar 379 millj­ón­ir króna. Var það 78% yfir áætluðum verk­taka­kostnaði, sem var var 212,6 millj­ón­ir. Ákveðið var að hafna til­boðinu og bjóða verkið út að nýju.

Til­boð verða opnuð þriðju­dag­inn 23. apríl nk. Verk­inu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. nóv­em­ber 2024.

Brúnni er ætlað að auka um­ferðarör­yggi, ekki síst fyr­ir skóla­börn, í hinni nýju Voga­byggð við Elliðaár­vog. Fram­kvæmd­in er sam­vinnu­verk­efni Reykja­vík­ur­borg­ar og Vega­gerðar­inn­ar.

Heimild: Mbl.is