Home Fréttir Í fréttum 22 starf­manna­leig­ur á land­inu

22 starf­manna­leig­ur á land­inu

94
0

22 starfsmannaleigur voru skráðar hér á landi í lok síðasta árs. Þetta kemur fram í svari félags- og vinnumarkaðsráðherra við fyrirspurn frá Valgerði Árnadóttur þingmanni Pírata.

<>

Á síðasta ári voru skráðir tæplega 1600 starfsmenn á slíkum starfsmannaleigum og á síðasta áratug hafa mest verið skráðir rúmlega 3500 starfsmenn. Það var árið 2018. Síðan hafa verið skráðir á milli 1000 og 2000.

Lang stærstur hluti starfsfólks starfmannaleiga starfar við verkamannastörf og karlmenn eru í miklum meirihluta. Flest koma frá Póllandi.

Einnig var spurt um það í fyrirspurninni hvernig fólk hjá starfsmannaleigum er upplýst um réttindi sín. Í svari ráðherra kemur fram að við vinnustaðaeftirlit Vinnumálastofnunar og Vinnueftirlits ríkisins séu starfsmenn upplýstir um réttindi sín samkvæmt lögum.

Heimild: Ruv.is