Home Fréttir Í fréttum Nær allar íbúðirnar eru seldar

Nær allar íbúðirnar eru seldar

95
0
Hér má sjá drög að hvefinu þegar fyrstu áfangar eru fullbyggðir. Teikning/ONNO

Sverr­ir Pálma­son, lögmaður og fast­eigna­sali, seg­ir nýj­ar íbúðir í Grænu­byggð nær upp­seld­ar. Þannig sé aðeins ein til­bú­in íbúð óseld í hverf­inu og þegar búið að selja helm­ing íbúða sem koma til af­hend­ing­ar í maí.

<>

Græna­byggð er nýj­asta hverfið í Vog­um á Vatns­leysu­strönd.

Þegar Morg­un­blaðið ræddi við Sverri í lok janú­ar sagði hann að fyr­ir­spurn­um um lóðir í Grænu­byggð hefði þá fjölgað upp á síðkastið.

Þá voru lóðir und­ir 150 íbúðir óseld­ar eða um þriðjung­ur af heild­ar­fjölda íbúða í fyrri áfanga Grænu­byggðar.

Síðan eru liðnir tveir mánuðir og seg­ir Sverr­ir að verk­tak­ar hafi nú keypt eða séu langt komn­ir með viðræður um kaup á nær öll­um óseld­um lóðum í hverf­inu.

Um 100 íbúðir seld­ar

Jafn­framt sé búið að selja nær all­ar nýj­ar íbúðir í hverf­inu.

„Nú er staðan sú að eng­inn verktaki á íbúð á lag­er. Það sama hef­ur gerst og í öðrum hverf­um að all­ar íbúðir eru að selj­ast upp. Við höf­um orðið vör við áhuga Grind­vík­inga og svo er Bríet að fjár­festa í leigu­íbúðum,“ seg­ir Sverr­ir.

Alls hafi selst um 100 íbúðir í hverf­inu og hafi leigu­fé­lagið Bríet keypt um 40 þeirra. Þá sé verið að byggja ríf­lega 70 íbúðir til viðbót­ar en þær fram­kvæmd­ir séu mis­jafn­lega langt komn­ar. Bríet er sjálf­stætt starf­andi leigu­fé­lag í eigu Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar.

Meira í Morg­un­blaðinu í dag, fimmtu­dag.

Heimild: Mbl.is