Lík tveggja verkamanna sem voru við störf á Francis Scott Key-brúnni sem hrundi á þriðjudag fundust í nótt. Fjögurra er enn saknað og eru þeir taldir látnir.
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að átta verkamenn hafi verið á brúnni þegar gámaflutningaskip sem varð vélarvana sigldi á brúna. Tveimur þeirra var bjargað samdægurs en leit að þeim fjórum sem ekki hafa fundist heldur áfram. Þó er talið næsta víst að þeir séu látnir.
Kafarar geta ekki lengur kafað í Patapsco-ánni sem brúin lá yfir, vegna steypu og rústa í vatninu. Því notast björgunaraðilar nú við sónarskanna, þar sem talið er að bílarnir sem verkamennirnir sem saknað er gætu verið undir steypu eða yfirbyggingu brúarinnar, og því erfitt að nálgast þá.
Einn verkamannanna sem var bjargað á þriðjudag hefur þegar verið útskrifaður af spítala.
Heimild: Visir.is