Home Fréttir Í fréttum Hækka garðana með hrauni

Hækka garðana með hrauni

31
0
Litið yfir norðausturhluta varnargarða við Grindavík. Til stendur að hækka þá um fjóra metra, en hornið um fimm til sex metra. Verið er að nota hraun til bráðabirgða við hækkunina. mbl.is/Kristinn Magnússon

Unnið er dag og nótt við að hækka varn­argarðana norðaust­an við Grinda­vík þar sem hraunið hef­ur runnið upp að mann­virk­inu. Stefnt er að því að hækka norðaust­ur­hlut­ann um fjóra metra að jafnaði, en sá hluti garðanna sem mynd­ar horn verður hækkaður um fimm til sex metra.

<>
mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Þetta seg­ir Arn­ar Smári Þor­varðar­son, bygg­ing­ar­tækni­fræðing­ur hjá Verkís. Að sögn Arn­ars er um fyr­ir­byggj­andi aðgerð að ræða en ekki sé talið víst að hraunið skríði yfir garðana í yf­ir­stand­andi eld­gosi.

Inn­an við varn­argarðanna er verið að ryðja veg til þess að trygjja flutn­ings­leiðir. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Á meðan verið er að ryðja veg til þess að tryggja flutn­ings­leið inn­an garðanna hef­ur hraun verið notað til þess að hækka varn­ar­mann­virk­in til bráðabirgða.

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Þá er enn frem­ur verið að meta hvort hækka þurfi garðana aust­an við Grinda­vík.

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Heimild: Mbl.is