Ný Austurálma Keflavíkurflugvallar mun stækka flugstöðina um 30%. Stækkunin bætir aðstöðu fyrir farangursmóttöku í nýjum komusal, bætir við fjórum nýjum landgöngum og tveimur rútuhliðum, auk stærra veitingasvæðis og fríhafnarinnar.
Framkvæmdir við Austurálmu hófust í sumarbyrjun 2021 og verður hún tekin í notkun í tveimur áföngum.
Um mitt ár 2023 var nýtt farangursflokkunarkerfi í kjallara tekið í notkun sem og nýr komusalur með farangursmóttöku fyrir farþega.
Í byrjun árs 2024 er nýtt veitingasvæði væntanlegt auk stækkunar komuverslunar Fríhafnarinnar og síðar á árinu verða nýir landgangar og hlið tekin í notkun.
Austurálman felur í sér nærri 30% stækkun flugstöðvarinnar og er hún lykilþáttur í framtíðarþróun flugvallarins. Með henni bætast við fjórir nýir landgangar og tvö rútuhlið sem bæta afgreiðslu flugvéla og auka upplifun farþega.
Þau munu þó ekki leiða til beinnar fjölgunar landganga fyrr en ný tengibygging rís. Á framkvæmdatíma hennar munu 4-5 af núverandi landgöngum lokast.
Fyrstu árin munu nýir landgangar og rútuhlið í Austurálmu því gera mögulegt að halda uppi þjónustustigi á meðan framkvæmdir við tengibyggingu standa yfir. Næsti áfangi í þróun flugvallarins, bygging tengibyggingar, er þegar hafin.
Hér má sjá ýmsar upplýsingar um framkvæmdir á KEF.
Heimild: Sudurnes.net