Home Fréttir Í fréttum 650 milljóna söluhagnaður af Lambhagavegi

650 milljóna söluhagnaður af Lambhagavegi

153
0
Róbert Wessman, aðaleigandi ATP Holding ehf. og Lambhagavegur 7. Ljósmynd: Samsett

Róbert Wessman sameinar fasteignafélög eftir milljarðasölu til Reita árið 2022.

<>

Fast­eigna­fé­lagið Eyjólfur ehf., dóttur­fé­lag ATP Holding ehf. sem er í 92,5% eigu Róberts Wess­man, hefur gengið frá yfir­töku á Lamhaga­vegi 7 ehf., sam­kvæmt aug­lýsingu í lög­birtinga­blaði.

Fé­lagið Lamb­haga­vegur 7, sem einnig er í eigu Róberts gegnum ATP holding, seldi einu eign sína til Reita Fast­eigna­fé­lags fyrir 2,2 milljarða árið 2022.

Eina eign fé­lagsins var 4.200 fer­metra lager­hús­næði sem hýsir rekstur líf­tækni­fyrir­tækisins Al­vot­ech.

Sam­kvæmt árs­reikningi var sölu­hagnaður fé­lagsins af fast­eigninni 650 milljónir króna. Hagnaður fé­lagsins fyrir árið 2022 nam 550 milljónum króna.

Eini til­gangur fé­lagsins var út­leiga á fast­eigninni við Lamb­haga­veg og því hefur verið á­kveðið að sam­eina fé­lagið við Eyjólf.

Fast­eigna­fé­lagið Eyjólfur hefur ekki birt árs­reikning fyrir árið 2023 en fé­lagið tapaði 168 milljónum árið 2022.

Eignir fé­lagsins í árs­lok 2022 voru 5,5 milljarðar og var eigið fé fé­lagsins 1,5 milljarðar. Hand­bært fé í lok árs var 340 milljónir króna.

Fast­eigna­fé­lagið Eyjólfur sá um fjár­mögnun og stækkun höfuð­stöðva Al­vot­ech að Sæ­mundar­götu 15-19 í Vatns­mýrinni.

ATP Holding ehf., móður­fé­lag Eyjólfs, heldur síðan utan um öll fast­eigna­verk­efni Aztiq, stærsta hluta­hafa Al­vot­ech, á Ís­landi.

Meðal dóttur­fé­laga ATP Holding er Fast­eigna­fé­lagið Sæ­mundur hf., sem byggði höfuð­stöðvar Al­vot­ech í Vísinda­görðum Há­skóla Ís­lands í Vatns­mýri.

Heimild: Vb.is