Home Fréttir Í fréttum Búkolla féll ofan í holu

Búkolla féll ofan í holu

42
0
Búkolla féll í holu. Ljósmynd/Kristinn Sigurður Jónmundsson

Vega­vinnu­tæki á veg­um Grinda­vík­ur­bæj­ar féll ofan í sprungu þegar verið var að álags­prófa götu sem ber heitið Kirkju­stíg­ur.

<>

Hjör­dís Guðmunds­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi al­manna­varna, seg­ir að eng­um hafi orðið meint af og unnið sé að því að koma tæk­inu aft­ur á slétt.

Farið var í álags­próf­un á þess­um stað sök­um þess að jarðsjá sýndi hol­rými þarna und­ir. Vega­vinnu­tækið kall­ast í dag­legu tali Bú­kolla og er 25-30 tonn af þyngd sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Vega­gerðinni. Að því er næst verður kom­ist eru skemmd­ir á tæk­inu minni­hátt­ar.

„Á föstu­dag­inn voru ákveðin svæði girt af og í fram­hald­inu hef­ur Grinda­vík­ur­bær haft það verk­efni að álags­prófa viss­ar göt­ur,“ seg­ir Hjör­dís. Hún seg­ir jörð hafi ekki gefið eft­ir á öðrum stöðum sem hafa verið kannaðir.

Heimild: Mbl.is