Home Fréttir Í fréttum Milljarðasala íbúða í Smárabyggð

Milljarðasala íbúða í Smárabyggð

112
0
Silfursmári 2-8. Silfursmári 2 er lengst til hægri á myndinni en húsið er 14 hæðir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ingvi Jónas­son, fram­kvæmda­stjóri Klasa, seg­ir fyr­ir­tækið hafa tekið til­boðum í 40 nýj­ar íbúðir í Silf­ursmára 2 síðan í janú­ar. Með því sé búið að taka til­boðum í 53 af 73 íbúðum í hús­inu en meðal­sölu­verð íbúða í hús­inu á ár­inu er um 109 m.kr.

<>

„Verið er að af­henda íbúðir í hús­inu þess­ar vik­urn­ar en bygg­ing­in verður af­hent í áföng­um fram á vor. Síðasta húsið í verk­efn­inu Smára­byggð fer síðan í sölu á næstu vik­um en um er að ræða 53 íbúðir í Sunnu­smára 10-14 sem koma til af­hend­ing­ar í sum­ar og fram á haustið. Með því er að ljúka þess­um hluta verk­efn­is­ins sem snýr að um 700 íbúðum en fram­kvæmd­ir hóf­ust í maí 2017,“ seg­ir Ingvi.

18 stiga­gang­ar

Klasi hef­ur nú byggt um 440 íbúðir í 18 stiga­göng­um í Smára­byggð auk þeirra íbúða sem eru að fara í sölu.

Spurður hvað skýri góða sölu að und­an­förnu nefn­ir Ingvi til dæm­is að fram­kvæmd­um við Silf­ursmára 2 sé að ljúka en það auðveldi sölu í hús­inu. Jafn­framt séu nú held­ur já­kvæðari horf­ur í efna­hags­mál­um.

Meiri gæði

„Húsið er lengra komið og er að klár­ast og áhuga­sam­ir sjá vör­una og þau gæði sem þeir eru að fara að kaupa. Við erum að ganga aðeins lengra í gæðum í Silf­ursmára 2 en al­mennt í Smára­byggð,“ seg­ir Ingvi. Þau gæði birt­ist meðal ann­ars í frá­gangi í and­dyri og á sam­eign og t.d. loft­skipti­kerfi og aukn­um gæðum í inn­rétt­ing­um og tækj­um.

„Smára­byggð hef­ur selt um 400 íbúðir í verk­efn­inu. Búið er að selja 56 íbúðir af 70 í Silf­ursmára 4-8 og í Silf­ursmára 2 eru sem áður seg­ir seld­ar 53 af 73 íbúðum,“ seg­ir Ingvi.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is