Home Fréttir Í fréttum Kvartanir vegna hávaðasamra framkvæmda í Kópavogi eldsnemma um helgina

Kvartanir vegna hávaðasamra framkvæmda í Kópavogi eldsnemma um helgina

164
0

Rétt fyrir klukkan átta á laugardagsmorgun barst lögreglu tilkynning um gríðarlegan hávaða á nýbyggingarsvæði í hverfi 203 í Kópavogi. Þegar lögregla kom á vettvang voru framkvæmdir í gangi sem gáfu frá sér mikinn hávaða.
Þeim sem voru að störfum var vinsamlegast bent á að hávaðasamar framkvæmdir eru ekki leyfilegar fyrir klukkan 10:00 um helgar. Að auki er það svo að ef framkvæmdirnar eru sérstaklega hávaðasamar þá eru þær með öllu óheimilar um helgar.

<>

Vinnumennirnir tóku tilmælunum vel og ætla héðan í frá að virða reglurnar.

Heimild: Pressan.is