Home Fréttir Í fréttum Aukin eftirspurn eftir lóðum til atvinnureksturs

Aukin eftirspurn eftir lóðum til atvinnureksturs

177
0

Eftirspurn eftir lóðum fyrir atvinnustarfsemi í Reyukjavík hefur aukist verulega. Sala byggingarréttar, að meðtöldum gatnagerðargjöldum, nemur um 600 milljónum króna það sem af er þessu ári.

„Þetta er ánægjuleg þróun fyrir Reykjavíkurborg, því hverfi sem hafa verið í biðstöðu eru að fara í uppbyggingu,“ segir Magnús Ingi Erlingsson, lögfræðingur á skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, sem heldur utan um lóðasölu í Reykjavík í tilkynningu.

Í tilkynningunni kemur fram að síðustu lóðirnar í eigu borgarinnar í Hádegismóum séu selda og aðeins eigi eftir að ráðstafa tveimur lóðum við Lambhagaveg.

„Við finnum fyrir miklum áhuga á þessum lóðum,“ segir Magnús Ingi.

Heimild: Vísir.is

Previous article18.04.2016 Malbiksyfirlagnir í Reykjavík 2016 – Útboð 1, austan Reykjanesbrautar
Next articleKvartanir vegna hávaðasamra framkvæmda í Kópavogi eldsnemma um helgina