Home Fréttir Í fréttum Aukin eftirspurn eftir lóðum til atvinnureksturs

Aukin eftirspurn eftir lóðum til atvinnureksturs

186
0

Eftirspurn eftir lóðum fyrir atvinnustarfsemi í Reyukjavík hefur aukist verulega. Sala byggingarréttar, að meðtöldum gatnagerðargjöldum, nemur um 600 milljónum króna það sem af er þessu ári.

<>

„Þetta er ánægjuleg þróun fyrir Reykjavíkurborg, því hverfi sem hafa verið í biðstöðu eru að fara í uppbyggingu,“ segir Magnús Ingi Erlingsson, lögfræðingur á skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, sem heldur utan um lóðasölu í Reykjavík í tilkynningu.

Í tilkynningunni kemur fram að síðustu lóðirnar í eigu borgarinnar í Hádegismóum séu selda og aðeins eigi eftir að ráðstafa tveimur lóðum við Lambhagaveg.

„Við finnum fyrir miklum áhuga á þessum lóðum,“ segir Magnús Ingi.

Heimild: Vísir.is