Brimborg og Golfklúbbur Reykjavíkur (GR) áforma að reisa sameiginlega tveggja hæða byggingu í Hádegismóum 8.
Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, segir skipulagið í undirbúningi. „Við höfum sent inn ósk um að fá að gera nýtt deiliskipulag en Reykjavíkurborg hefur, samkvæmt fundargerð, samþykkt að því verði vísað til verkefnastjóra til áframhaldandi vinnslu.

Næsta skref er að útfæra það í meiri smáatriðum, ljúka þeirri vinnu og senda inn í formlegt deiliskipulagsferli. Það er í vinnslu,“ segir Egill.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í gær.
Heimild: Mbl.is