Home Fréttir Í fréttum Gerð snjóflóðavarna í Neskaupstað boðin út

Gerð snjóflóðavarna í Neskaupstað boðin út

102
0
Mynd: Landmótun

Ríkiskaup, fyrir hönd Fjarðabyggðar, hafa auglýst útboð á snjóflóðavörnum undir Nes- og Bakkagiljum í Neskaupstað. Gert er ráð fyrir að varnirnar verði tilbúnar haustið 2029.

<>

Lokahönnun mannvirkjanna var kynnt í byrjun mars í fyrra, nokkrum vikum áður en snjóflóð féllu á svæðinu og á íbúðarhús. Eftir flóðin jókst þrýstingur á að framkvæmdum yrði flýtt. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum á Egilsstöðum í lok ágúst að færa til fjármagn til að flýta verkinu.

Uppistaðan í vörnunum er 730 metra langur þvergarður, um 20 metra hár. Í hann þarf um 600.000 rúmmetra af efni. Síðan bætast við tvær keiluraðir með níu keilum í efri röð og ellefu í neðri. Þær þurfa um 160.000 rúmmetra.

Verkið er boðið út á evrópska efnahagssvæðinu. Frestur til að skila inn tilboðum er til 17. apríl. Verklok eru samkvæmt útboðsskilmálunum 30. október 2029.

Heimild: Austurfrett.is