Home Fréttir Í fréttum Lokasteypa vegna byggingar nýs meðferðarkjarna

Lokasteypa vegna byggingar nýs meðferðarkjarna

77
0
Ásta Valdimarsdóttir, ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu framkvæmir lokasteypuna. Mynd: NLSH.is

Ásta Valdimarsdóttir, ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneyti, í fjarveru Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra , var við stjórnvölinn þegar ráðist var í lokasteypu vegna framkvæmda við byggingu nýs meðferðarkjarna Landspítala við Hringbraut í dag.

<>

Heildarmagn steypu sem lögð hefur verið í meðferðarkjarnann er um 55.000m3 en framkvæmdir við uppsteypuna hófust í upphafi vetrar 2020.

Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytið:  „Þetta er stór dagur hér í dag að taka þátt í lokasteypunni á nýju þjóðarsjúkrahúsi og mikill áfangi í uppbyggingu Landspítala hér á Hringbrautarlóðinni. Framkvæmdir halda svo áfram hér á svæðinu og góður gangur er í verkinu,“.

Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri Nýs Landspítala: „Samningsverkið frá byrjun vetrar 2020 hefur gengið vel eftir og hér erum við að upplifa síðasta steypudag meðferðarkjarna eins og gert var ráð fyrir. Samstarfið við Eykt hefur gengið vel.

Innrásin í Úkraníu setti stálhluta verksins í uppnám um tíma, en sem betur fer náðust farsælar lausnir um öflun stálsins á nýjum markaðssvæðum í Evrópu,“.

Heimild: NLSH.is