Home Fréttir Í fréttum Sáttatillaga upp á 25 milljónir vegna tafa við gatnagerð í Móahverfi

Sáttatillaga upp á 25 milljónir vegna tafa við gatnagerð í Móahverfi

180
0
Framkvæmdir við nýtt Móahverfi hófust á liðnu hausti. Mynd á vef Akureyrarbæjar

„Við teljum þessa tillögu ekki tímabæra þar sem enn er ekki komið í ljós hvort að tafir verði á afhendingu lóða í Móahverfi. Okkur þykir ekki forsvaranlegt að fara í kostnaðarsama úttekt þegar ekki liggur fyrir hvort að tafir verði.

<>

Verði hins vegar eitthvað til þess að ekki náist að afhenda lóðir á tilsettum tíma er sjálfsagt að skoða það hvort að ástæða sé til óháðrar úttektar,“ segir í bókun frá bæjarfulltrúum meirihlutaflokkanna í bæjarstjórn Akureyri, L-lista, D-lista og M-lista. Bókunin var gerð í tengslum við umræður um stöðu framkvæmda í Móahverfi.

Tilefnið er tillaga sem fulltrúar Framsóknarflokks í bæjarstjórn lögðu fram á fundi bæjarstjórnar í vikunni þess efnis að bæjarstjóra verði falið að vinna að undirbúningi á óháðri úttekt á allri framkvæmd við Móahverfi og leggja fyrir bæjarráð lýsingu á verkbeiðni og kostnaðarmat fyrir lok maí þar sem stefnt yrði að gerð úttektar á haustmánuðum 2024. Tillagan var felld með sex atkvæðum gegn fjórum, einn sat hjá.

Sáttaboð til að útkjá ágreining

Bæjarráð hafði fyrr í þessum mánuði samþykkt sáttatillögu Akureyrarbæjar og Norðurorku við G. Hjálmarsson hf. vegna útboðsverks í Móahverfi 1. Áfangi, gatnagerð og lagnir.

Sáttatillagan  felst í því að verkkaupar bjóða G. Hjálmarssyni 25 milljónir króna sem sáttagreiðslu og verði hún  borguð út í mars 2024. Miðað sáttatillagan að því útkljá ágreining sem upp kom vegna verkefnisins.

Þurfti að stöðva framkvæmdir vegna tafa

Verktaki, G. Hjálmarsson taldi að tafir á hönnunargögnum og breytingar á hönnun hafi haft veruleg áhrif á möguleika á framvindu verksins.

Taldi hann það óeðlileg frávik á verkinu og setti fram bótakröfu vegna ætlaðs tjóns sem hann hafi orðið fyrir. Jafnframt taldi verkkaupi að efnisvöntun hafi staðið í vegi fyrir því að unnt væri að halda verkinu á áætlun.

Hið ætlaða tjón fólst í því að verktaki þurfi að stöðva framkvæmdir og gat ekki nýtt mannskap og tæki sem tiltæk voru vegna framkvæmdarinnar.

Með undirritun sáttaboðs samþykkir verkkaupinn að hann hafi fengið fullnaðargreiðslu vegna ætlaðs tjóns við verefnið í Móahverfi.

Heimild: Vikudagur.is